Innlent

Erfitt bú mætti Sjálfstæðismönnum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Laugardalshöllinn í kvöld. Fjölmenni er á fundinum eins og venja er en vel á annað þúsund manns hvaðan af á landinu er á fundinum. Dagskráin hófst á því að Sinfoníuhljómsveit Íslands tók nokkur lög og svo hófst setningarræða Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð hefur verið formaður flokksins í vel á annan áratug og flytur nú formannsræðu að öllum líkindum í síðasta sinn. Í setningarræðu sinni sagði Davíð Oddsson að tíminn liði hratt. Margir myndu ekki það ástand sem var í íslenskum efnahagsmálum þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórnartaumunum árið 1991. Davíð sagði þá sömu trúa því varla þegar að rifjað er upp að einn helsti forystumaður vinstri afla á Íslandi lýsti afleiðingum verka sinna eigin ríkisstjórnar svo að Ísland hefði aldrei staðið nær þjóðargjaldþroti en þá. Sú yfirlýsing olli Íslendingum vandræðum út á við á þeim tíma en gefur nú mynd af þeim verkefnum sem blöstu við nýrri stjórn Sjálfstæðisflokksins á hennar fyrstu starfsdögum. Davíð ræddi um það að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið til samstarfs við Alþýðuflokkinn en sá flokkur hefði klofnað í lok kjörtímabilsins en það ætti einnig við um marga aðra vinstri flokka. Ræða Davíðs Oddssonar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×