Innlent

Atburðir kalla á fjölmiðlalög

Í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær vísaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra til þverpólítískrar samstöðu sem náðs hefur í fjölmiðlanefnd á hennar vegum. „Það ánægjulega gerðist að allir flokkar viðurkenna nú - og í ljósi atburða undanfarinna vikna þorir nú enginn að fara gegn því - að það þurfi að setja hér lög um fjölmiðlun." Þorgerður Katrín var spurð hvort hún teldi Davíð Oddsson hafa sagt ósatt um misnotkun fjölmiðla í setningarræðu á landsfundinum. „Ég gat ekki notað orðið misnotkun í þessu þessu samhengi. Engu að síður er það alveg deginum ljósara af minni hálfu að þessum fjölmiðlum hefur verið beitt einhliða af hálfu eigenda blaðsins. Það er alveg á hreinu," svaraði Þorgerður Þorgerður Katrín segir málið erfitt og telur mikilvægt að ná sátt um dreifða eignaraðild. Hún hefur sagst vilja leggja skýrslu fjölflokkanefndarinnar til grundvallar lagasetningar en Davíð Oddsson hefur sagt í Morgunblaðsviðtali að slík ráðstöfun yrði verri en ekkert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×