Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn mildast

Sjórnmálafræðingar virðast nokkuð sammála um að yfirbragð Sjálfstæðisflokksins muni mildast við brotthvarf Davíðs Oddssonar. Að öðru leyti er ekki búist við miklum breytingum. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur á ekki von á miklum breytingum og benti á að forystan hefði náð kjöri með miklum yfirborðum á landsfundinum. Því hefði forystan í góðan styrk á bakvið sig og gott umboð. Hann sagði að flokkurinn héldi sínu striki. Indriði H. Indriðason, lektor í stjórnmálafræði, tók í sama streng og á ekki von á stórvægilegum breytingum og benti á að ásýndar væri líkur á að stefna flokksins mildaðist að einvhverju leyti. Einhverjir töldu að upplausnarástand yrði í flokknum við brotthvarf Davíðs en mikil samstaða virðist ríkja og engin merki um slíkt ennþá. Indriði benti á að Davíð hefði verið tiltölulga langt á hægri kantinum og brotthvarf hans gerir það að verkum að ásýnd flokksins komi til með mildast. En hann sagði tímann leiða það í ljós. Ályktanir voru samþykktar um að synjunarvald forseta verði fellt úr gildi og að lög verði sett um fjölmiðla. Nokkrir stjórnmálafræðingar sem fréttastofan ræddi við í dag telja að afstaða flokksins til þessara tveggja mála muni mildast og ekki verði gengið jafn hart fram í þeim og áður. Úlfar efast um að samstaða sé um það á þingi að afnema málskotsréttinn og ef Sjálfstæðismenn ætli að fara fram með þá tillögu þurfi þeir að kynna hana vel þar sem meirihluti almennings virðist einnig á móti henni. Indriði segir þó ekki óeðlilegt að Sjáfstæðisflokkurinn taki skýra afstöðu varðandi málskotsréttin þar skipuð hefur verið nefnd til að fjalla um breytingar á stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×