Húsnæðisverð lækkar 2007-2008 23. október 2005 17:50 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Þetta kom fram á ráðstefnu sem bankinn hélt í gær. Íbúðaverð fer nú heldur lækkandi eftir rúmlega 40 prósenta hækkun á síðustu tólf mánuðum. Ef litið er þrjá mánuði aftur í tímann er hækkunin aðeins 3,4 prósent og í september varð svo lækkun um rúmlega hálft prósent. Sú mikla eftirspurn eftir húsnæði sem fylgdi í kjölfar íbúðalána bankanna hefur náð hámarki og fer nú minnkandi að mati Greiningardeildar KB banka. Þó er ekki útlit fyrir að húsnæðisverð lækki næstu mánuði. Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna síðustu mánuði. Kaupsamningum hefur fækkað úr 200-270 á viku síðasta vetur í 150-200 núna. Sérfræðingar Greiningardeildar KB banka telja að þessi þróun haldi áfram og spá því að veltan eigi eftir að minnka um fimmtán prósent á næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta spáir Greiningardeildin að fasteignaverð hækki um sex prósent næsta árið, að því gefnu að vextir hækki ekki að ráði. Þetta er mun minni hækkun en síðasta árið þegar fasteignaverð hækkaði um fjörutíu prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar telja hins vegar næsta öruggt að fasteignaverð lækki að raunvirði í næstu niðursveiflu. Það ætti að gerast árið 2007 samkvæmt spám greiningardeilda bankanna um horfur í efnahagsmálum. Í riti Greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um fimm prósent í niðursveiflunni árin 2001 og 2002 og fjórtán prósent á árunum 1992 til 1998. Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Þetta kom fram á ráðstefnu sem bankinn hélt í gær. Íbúðaverð fer nú heldur lækkandi eftir rúmlega 40 prósenta hækkun á síðustu tólf mánuðum. Ef litið er þrjá mánuði aftur í tímann er hækkunin aðeins 3,4 prósent og í september varð svo lækkun um rúmlega hálft prósent. Sú mikla eftirspurn eftir húsnæði sem fylgdi í kjölfar íbúðalána bankanna hefur náð hámarki og fer nú minnkandi að mati Greiningardeildar KB banka. Þó er ekki útlit fyrir að húsnæðisverð lækki næstu mánuði. Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna síðustu mánuði. Kaupsamningum hefur fækkað úr 200-270 á viku síðasta vetur í 150-200 núna. Sérfræðingar Greiningardeildar KB banka telja að þessi þróun haldi áfram og spá því að veltan eigi eftir að minnka um fimmtán prósent á næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta spáir Greiningardeildin að fasteignaverð hækki um sex prósent næsta árið, að því gefnu að vextir hækki ekki að ráði. Þetta er mun minni hækkun en síðasta árið þegar fasteignaverð hækkaði um fjörutíu prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar telja hins vegar næsta öruggt að fasteignaverð lækki að raunvirði í næstu niðursveiflu. Það ætti að gerast árið 2007 samkvæmt spám greiningardeilda bankanna um horfur í efnahagsmálum. Í riti Greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um fimm prósent í niðursveiflunni árin 2001 og 2002 og fjórtán prósent á árunum 1992 til 1998.
Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira