Hannes í stað Ragnhildar 23. október 2005 17:50 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira