Hannes verður forstjóri FL Group 23. október 2005 17:57 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar. Í tilkynningu stjórnar FL Group segir orðrétt: Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease.Samhliða framangreindum breytingum hefur verið ákveðið að skipta flug- og ferðatengdum rekstri FL Group í tvö aðskilin dótturfélög. Undir annað þeirra, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Velta þessara félaga er samtals um 35 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2.000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. "Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það ásamt frábæru starfsfólki fyrirtækisins. Þetta eru sterk og vaxandi fyrirtæki", segir Jón Karl Ólafsson.Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu hér á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. "Hér er verið að steypa saman í eitt félag sterkum og sjálfstæðum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að annast ferðaþjónustu á Íslandi. Hugmyndin er ekki að sameina þau rekstrarlega, heldur að styrkja þau og efla hvert í sínu lagi og ég hlakka til þess að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því verkefni", segir Þorsteinn Örn Guðmundsson."Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrarfélaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur", segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.Í kjölfar ofangreindra breytinga á skipulagi FL Group hefur orðið að samkomulagi að Ragnhildur Geirsdóttir láti af störfum sem forstjóri félagsins. "Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það samkomulag á milli mín og stjórnar félagsins að leiðir skilja á þessum tímapunkti. Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrotatími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti. Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu fyrir ánægjulegt samstarf og óska því og félaginu alls hins besta," segir Ragnhildur Geirsdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar. Í tilkynningu stjórnar FL Group segir orðrétt: Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease.Samhliða framangreindum breytingum hefur verið ákveðið að skipta flug- og ferðatengdum rekstri FL Group í tvö aðskilin dótturfélög. Undir annað þeirra, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Velta þessara félaga er samtals um 35 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2.000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. "Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það ásamt frábæru starfsfólki fyrirtækisins. Þetta eru sterk og vaxandi fyrirtæki", segir Jón Karl Ólafsson.Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu hér á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. "Hér er verið að steypa saman í eitt félag sterkum og sjálfstæðum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að annast ferðaþjónustu á Íslandi. Hugmyndin er ekki að sameina þau rekstrarlega, heldur að styrkja þau og efla hvert í sínu lagi og ég hlakka til þess að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því verkefni", segir Þorsteinn Örn Guðmundsson."Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrarfélaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur", segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.Í kjölfar ofangreindra breytinga á skipulagi FL Group hefur orðið að samkomulagi að Ragnhildur Geirsdóttir láti af störfum sem forstjóri félagsins. "Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það samkomulag á milli mín og stjórnar félagsins að leiðir skilja á þessum tímapunkti. Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrotatími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti. Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu fyrir ánægjulegt samstarf og óska því og félaginu alls hins besta," segir Ragnhildur Geirsdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira