Innlent

Enginn fundur

Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi íslensku og bandarísku samninganefndanna í gær um endurskoðun varnarsamningsins. Fundinn átti að halda í Bandaríkjunum og var íslenska samninganefndin farin utan. Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að formenn nefndanna hafi hist og metið stöðuna. „Það eru ákveðin vonbrigði að málin skyldu ekki þokast lengra að þessu sinni. Með hliðsjón af þeim viðmiðunum sem talað hefur verið um er ég engu að síður vongóður mum að samningar takist á næstu mánuðum," segir Geir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×