Baugsmálið tekið fyrir í dag

Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. Meðal þess sem forsvarsmönnum Baugs er gefið að sök í þeim ákærum er innflutningur á bílum án greiðslu tilskilinna gjalda og fyrir að setja fram ársreikninga á rangan og villandi hátt á þriggja ára tímabili, eins og segir í ákæru.