Frelsið er farsælast 20. október 2005 00:01 Fjölmiðlar - Guðmundur Magnússon Efasemdir þær um skýrslu fjölmiðlanefndarinnar frá því í vor, sem sótt hafa á nýkjörna forystumenn Sjálfstæðis-flokksins, Geir H. Haarde og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, eftir landsfund flokksins, væru fagnaðarefni ef þær byggðust á grundvallarsjónarmiðum, sem sjálfstæðismenn hafa í orðu kveðnu gert að sínum: óheftu tjáningarfrelsi og virðingu fyrir eignarréttinum. Því miður er ekki svo að sjá. Opinberar yfirlýsingar þeirra undanfarna daga benda þvert á móti til þess að þau telji nauðsynlegt að þrengja svigrúm einstaklinga til að reka ljósvakamiðla og standa að dagblaðaútgáfu vegna þess að efni og efnistök fjölmiðla, sérstaklega fréttaflutningur, uppfylli ekki væntingar þeirra. Þetta góða fólk virðist gleyma því að í lýðfrjálsu landi er dómur um fjölmiðla á degi hverjum kveðinn upp á hinum frjálsa markaði. Þeir miðlar sem standa sig ekki, þykja óspennandi, óvandaðir eða ótrúverðugir, tapa kaupendum og auglýsendum og lúta í lægra haldi fyrir vandaðri eða vinsælli miðlum. Um þetta eru nokkur nýleg dæmi á okkar litla fjölmiðlamarkaði, bæði hvað varðar dagblöð og ljósvakamiðla. Þetta hlutverk markaðarins eiga stjórnvöld eða stjórnmálamenn ekki að taka að sér, enda stríðir það gegn grundvallarreglum lýðræðisins. Þegar skýrsla fjölmiðlanefndarinnar var kynnt á vordögum kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hana „sögulega sáttagjörð". Áhersla var lögð á að allir stjórnmálaflokkar hefðu átt fulltrúa í nefndinni og mætti því tala um niðurstöður hennar sem „þverpólitískar". Boðað var að á grundvelli skýrslunnar yrðu samin lög, sem meðal annars kvæðu á um að enginn einn aðili mætti eiga meira en 25 prósenta hlut í fjölmiðli, dagblaði jafnt sem ljósvakamiðli, þegar útbreiðsla viðkomandi fjölmiðils væri komin á ákveðið stig. Í ljósi þessarar forsögu kemur ekki á óvart að þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem tóku þátt í nefndar-starfinu, hafi utan dagskrár á Alþingi í gær óskað eftir skýringum á nýjum yfirlýsingum Geirs Haarde, Þorgerðar Katrínar og fleiri sjálfstæðismanna um þetta mál, því ekki hefur verið unnt að skilja ummæli þeirra öðruvísi en svo að þeir væru tilbúnir að rjúfa „sáttina" og hefja nýtt fjölmiðlastríð. Viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðunum sýna að sjálfstæðis-menn eru einangraðir í málinu. Það er athyglisverð staða. Hitt er svo annað mál að tillögur fjölmiðlanefndarinnar frá því í vor eru í veigamiklum atriðum vondar og vanhugsaðar. Ekki er til dæmis kunnugt um að í öðrum lýðræðisríkjum sé eignarhaldi dagblaða settar hömlur af því tagi sem nefndin gerir ráð fyrir. Rétt er að rifja upp að þegar skýrslan kom fram í vor urðu umræður um hana á Alþingi. Var þá ekki hægt að skilja orð Marðar Árnasonar, Samfylkingunni, öðruvísi en svo að flokkurinn hefði allan fyrirvara um stuðning við tillögur nefndarinnar, enda snertu þær viðkvæm lýðréttindi. Fjölmiðlastríðið í fyrra eitraði andrúmsloftið í þjóðfélaginu og skaðaði stjórnmálakerfið í landinu. Þung ábyrgð hvílir á herðum þeirra sem nú espa til nýrrar orrustu um þetta mál. Farsælast er að fjölmiðlarnir fái að vera frjálsir og aðrar reglur verði ekki settar um starfsemi þeirra en almannaheill krefst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Fjölmiðlar - Guðmundur Magnússon Efasemdir þær um skýrslu fjölmiðlanefndarinnar frá því í vor, sem sótt hafa á nýkjörna forystumenn Sjálfstæðis-flokksins, Geir H. Haarde og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, eftir landsfund flokksins, væru fagnaðarefni ef þær byggðust á grundvallarsjónarmiðum, sem sjálfstæðismenn hafa í orðu kveðnu gert að sínum: óheftu tjáningarfrelsi og virðingu fyrir eignarréttinum. Því miður er ekki svo að sjá. Opinberar yfirlýsingar þeirra undanfarna daga benda þvert á móti til þess að þau telji nauðsynlegt að þrengja svigrúm einstaklinga til að reka ljósvakamiðla og standa að dagblaðaútgáfu vegna þess að efni og efnistök fjölmiðla, sérstaklega fréttaflutningur, uppfylli ekki væntingar þeirra. Þetta góða fólk virðist gleyma því að í lýðfrjálsu landi er dómur um fjölmiðla á degi hverjum kveðinn upp á hinum frjálsa markaði. Þeir miðlar sem standa sig ekki, þykja óspennandi, óvandaðir eða ótrúverðugir, tapa kaupendum og auglýsendum og lúta í lægra haldi fyrir vandaðri eða vinsælli miðlum. Um þetta eru nokkur nýleg dæmi á okkar litla fjölmiðlamarkaði, bæði hvað varðar dagblöð og ljósvakamiðla. Þetta hlutverk markaðarins eiga stjórnvöld eða stjórnmálamenn ekki að taka að sér, enda stríðir það gegn grundvallarreglum lýðræðisins. Þegar skýrsla fjölmiðlanefndarinnar var kynnt á vordögum kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hana „sögulega sáttagjörð". Áhersla var lögð á að allir stjórnmálaflokkar hefðu átt fulltrúa í nefndinni og mætti því tala um niðurstöður hennar sem „þverpólitískar". Boðað var að á grundvelli skýrslunnar yrðu samin lög, sem meðal annars kvæðu á um að enginn einn aðili mætti eiga meira en 25 prósenta hlut í fjölmiðli, dagblaði jafnt sem ljósvakamiðli, þegar útbreiðsla viðkomandi fjölmiðils væri komin á ákveðið stig. Í ljósi þessarar forsögu kemur ekki á óvart að þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem tóku þátt í nefndar-starfinu, hafi utan dagskrár á Alþingi í gær óskað eftir skýringum á nýjum yfirlýsingum Geirs Haarde, Þorgerðar Katrínar og fleiri sjálfstæðismanna um þetta mál, því ekki hefur verið unnt að skilja ummæli þeirra öðruvísi en svo að þeir væru tilbúnir að rjúfa „sáttina" og hefja nýtt fjölmiðlastríð. Viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðunum sýna að sjálfstæðis-menn eru einangraðir í málinu. Það er athyglisverð staða. Hitt er svo annað mál að tillögur fjölmiðlanefndarinnar frá því í vor eru í veigamiklum atriðum vondar og vanhugsaðar. Ekki er til dæmis kunnugt um að í öðrum lýðræðisríkjum sé eignarhaldi dagblaða settar hömlur af því tagi sem nefndin gerir ráð fyrir. Rétt er að rifja upp að þegar skýrslan kom fram í vor urðu umræður um hana á Alþingi. Var þá ekki hægt að skilja orð Marðar Árnasonar, Samfylkingunni, öðruvísi en svo að flokkurinn hefði allan fyrirvara um stuðning við tillögur nefndarinnar, enda snertu þær viðkvæm lýðréttindi. Fjölmiðlastríðið í fyrra eitraði andrúmsloftið í þjóðfélaginu og skaðaði stjórnmálakerfið í landinu. Þung ábyrgð hvílir á herðum þeirra sem nú espa til nýrrar orrustu um þetta mál. Farsælast er að fjölmiðlarnir fái að vera frjálsir og aðrar reglur verði ekki settar um starfsemi þeirra en almannaheill krefst.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun