Háfleygi Íslendingurinn 26. október 2005 05:00 Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur. Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur.
Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira