Innlent

Þingi Norðurlandaráðs að ljúka

MYND/Hari

Þingi Norðurlandaráðs lýkur nú klukkan tvö eftir hádegið, en í morgun hafa samstarfsráðherrar norrænu ríkjanna meðal annars rætt fjármál, orkumál, nýsköpun og framtíðarskipulag norræns samstarfs.

Athygli hefur vakið að þrír af fimm forsætisráðherrum norrænu ríkjanna tóku ekki þátt í þinginu og yfirgáfu Reykjavík þremur klukkustundum áður en þingið var sett. Það voru Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Göran Person, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Anders Fough Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var á þinginu þar til í gær samkvæmt upplýsingum sem fengust á þinginu. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, var því eini forsætisráðherra Norðurlandanna sem sat allt þingið.

Kosinn verður nýr forseti Norðurlandaráðs áður en þinginu verður slitið í dag. Útlit er fyrir að Daninn Ole Stavad taki við af Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×