Innlent

Heimamenn afar ósáttir

Þingmenn frestuðu ferð sinni til Eyja af ótta við að geta ekki flogið aftur í land.
Þingmenn frestuðu ferð sinni til Eyja af ótta við að geta ekki flogið aftur í land. Mynd/Vísir

Vestmannaeyingar eru ósáttir við að heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis, sem hefjast átti í dag, skyldi vera frestað fram í næstu viku vegna slæms veðurútlits.

Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri sagði í viðtali við fréttavefinn Eyjafréttir að þingmenn yrðu að sýna Eyjamönnum meiri virðingu en að fresta sífellt heimsóknum sínum til Eyja. Síðast hafi þingmenn ætlað að að koma fyrir áramótin en ekki komið sér til Eyja fyrr en í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×