Innlent

Skipar nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu.

Nefndin er skipuð í kjölfar ályktunar á Alþingi í vor þar sem ríkisstjórninni var falið að undirbúa samræmdar aðgerðir til eflingar lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Formaður nefndarinnar er Þorgrímur Þráinsson blaðamaður en auk hans eru átta aðrir í nefndinni, þau Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands, dr. Jón Óttar Ragnarsson næringafræðingur, Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari, Anna Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Árni Einarsson uppeldis- og menntunarfræðingur, Petrína Baldursdóttir leikskólastjóri og Valur N. Gunnlaugsson matvælafræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×