Innlent

Stjórnvöld hafi ekki upplýsingar um fangaflug CIA

MYND/Teitur

Íslensk stjórnvöld hafa ekki upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á meintum hryðjuverkamönnum um íslenska lofthelgi

Komið hefur í ljós að átta slíkar flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa komið til Íslands á undanförnum fjórum árum, á leið til eða frá stöðum þar sem pyntingar eru ekki bannaðar. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að verið sé að kanna hjá íslenskum flugmálayfirvöldum og bandarískum stjórnvöldum, hvort slíkt flug hafi farið um í íslenska lofthelgi.

Hún segir íslensk stjórnvöld vilja standa við skuldbindingar sínar um meðferð á föngum og ráðuneytið hafi þegar verið farið að vinna að svari við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri-Grænna vegna málsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×