Innlent

Vill 300 milljónir í hestaíþróttina

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vill fá ríkisstjórnina til að leggja allt að 300 milljónum króna í uppbyggingu fyrir hestamenn úti á landi.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vill fá ríkisstjórnina til að leggja allt að 300 milljónum króna í uppbyggingu fyrir hestamenn úti á landi. MYND/GVA

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að leggja til við ríkisstjórnina á næstu vikum eða mánuðum að allt að 300 milljónir króna fari til uppbyggingar hestaíþróttarinnar á landsbyggðinni.

Þetta gerir hann í kjölfarið á skýrslu nefndar frá því í vor sem sýndi fram á að byggja þyrfti upp aðstöðu fyrir hestamenn á vestur-, norður- og suðurlandi.

Guðni telur að allt fjármagn sem fæst í þennan málaflokk sé af hinu góða, þó ekki sé nema tuttugu og fimm til fjörutíu prósent af milljónunum þrjú hundruð. Hann vonast til að eitthvað fjármagn fáist strax á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×