Innlent

Jón hafnar því að hafa svikið samkomulagið

MYND/GVA

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hafnar því alfarið að hann eða ríkisstjórnin hafi svikið samkomulag sem Jón gerði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við forystumenn öryrkja árið 2003, að sögn aðstoðarmanns hans. Hún segir ljóst að þó rúmum einum milljarði hafi verið varið í efndir umrædds samkomulags, sem öryrkjar segja að hafi samkvæmt útreikningum átt að kosta einn og hálfan milljarð að efna, þá sé það nóg til að uppfylla samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×