Innlent

Vilja rannsókn á þróun valds og lýðræðis

MYND/GVA

Efnahagsleg völd eru að færast á hendi færri manna og því er mikilvægt að lýðræðið sé virkt og Alþingi samþykki reglur til að geta veitt framkvæmdavaldinu aðhald við samningu reglna fyrir samfélagið. Þetta kom meðal annars fram í máli þingmanna Samfylkingarinnar við umræður um þingsályktunartillögu sem þeir leggja saman fram um að fram skuli fara rannsókn á þróun valds og lýðræðis í íslensku samfélagi síðustu 20 árin og metið hvaða áhrif hún kunni að hafa á komandi árum.

Samfylkingarþingmenn vilja m.a. að skoðað verði hvort völd embættismanna hafi aukist meira en eðlilegt getur talist og hvaða áhrif fjölmiðlar hafa haft á þróun stjórnmála og samfélagið í heild. Í tillögunni er lagt til að forsætisráðherra skipi nefnd sem í sitji fimm fulltrúar háskóla og að rannsókninni verði lokið fyrir ársbyrjun 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×