Lið Breiðabliks vann lið Icelandair í úrslitum á Mastersmótinu í Egilshöll í dag, en mótið var kennt við markaskorarann Ian Rush, fyrrum leikmann Liverpool, en lið hans hafnaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Víkingi í leiknum um þriðja sætið.
Margir kunnir kappar léku listir sínar á mótinu og má þar nefna Ian Rush, Jan Mölby, John Wark, Perry Groves, David May og svo íslensku hetjurnar Eyjólf Sverrisson, Guðna Bergsson, Sigurð Jónsson og Ólaf Þórðarson.