Innlent

Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar.

Fyrsti Samfylkingarmaðurinn í borginni, Stefán Jón Hafstein, hefur hrint baráttu sinni í gang fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í febrúar. Hann birti auglýsingu í blöðunum í morgun undir yfirskriftinni "Við viljum að Stefán Jón Hafsten verði næsti borgarstjóri". Í auglýsingunni birtist mynd af fjölda fólks sem styður hann í fyrsta sætið á lista flokksins.

Stefán Jón Hafstein vonast til þess að leikreglur verði settar innan Samfylkingarinnar og býst við að frambjóðendur reyni að vinna saman að einhverju leyti, standi til dæmis saman að fundum og dreifingu á kynningarefni.

Stefán Jón býst við að verja aðeins einni til tveimur milljónum í auglýsingar fyrir prófkjörið og telur hugsanlegt að sett verði einhver mörk á auglýsingar og auglýsingakostnað. Auglýsingar verði þó ekki bannaðar. Það sé þó ákvörðun stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar sem kalli fyrst frambjóðendur saman og ræði við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×