Innlent

Óskar eftir utandagskrárumræðu um þorskstofn

MYND/Vilhelm

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um ástand þorskstofnsins.

Magnús segir ástæðuna fyrir því að hann biður nú um þessa utandagskrárumræðu vera að það séu teikn á lofti um að þorskstofninn gæti hrunið á næstu árum. Hafrannsóknarstofnun til að mynda mæli einungis með veiðum á um 300þúsund tonnum af þorski næstu árin, sem sé mjög lítið.

Aðspurður við hvaða svörum hann búist frá sjávarútvegsráðherra segir Magnús að þau verði ekki mjög málefnaleg. Þingmenn frjálslyndra hafi tekið nokkrar rimmur við hann í þinginu og þau sem svör sem ráðherra hafi gefið hafi ekki gefið tilefni til að ætla að hann vilji málefnalega umræðu um það alvarlega ástand sem Magnúsi sýnist vera að skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×