Innlent

Íslendingar greiði viðbótarkostnað

Við aðalhliðið að svæði varnarliðsins á Miðnesheiði.
Við aðalhliðið að svæði varnarliðsins á Miðnesheiði. MYND/GVA
Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér, annan en til að mynda launakostnað hermanna og rekstur herflugvéla. Þegar fréttastofan hafði samband við bandaríska sendiráðið hér á landi í morgun fengust þau svör að ekki væri unnt að svara fyrirspurnum um málið fyrir hádegið, en hugsanlega yrði hægt að veita upplýsingar um málið síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×