Innlent

Harka hlaupin í prófkjörið

Frá Hafnarfirði
Frá Hafnarfirði MYND/Róbert
Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. Valgerður vísar þessu á bug og segist vera fulltrúi allra bæjarbúa en ekki einnar fjölskyldu. Kjörstaður var opnaður nú klukkan tíu í morgun og verður opinn til tíu í kvöld, en kosið er í Víðistaðaskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×