Innlent

Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni

Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. Orðrómur þessa efnis hefur gengið að undanförnu og hefur hann nú fengist staðfestur með tilkynningu Björns Inga en hann sagðist vona til að sem flestir tækju þátt í prófkjöri flokksins sem fram á að fara í byrjun næsta árs.

Aðspurður hvort Framsóknaflokkurinn ætti von í borginni miðað við útkomu í skoðanakönnum að undaförnu sagði Björn Ingi að hann væri ekki að bjóða sig fram ef hann teldi ekki að flokkurinn ætti von. Hann væri heldur ekki í þeim störfum sem hann sinnti ef hann væri alltaf uptekinn af skoðanakönnunum. Framsóknarmenn vildu stilla upp sigurstranglegum lista og því héldu þeir opið prófkjör. Svo yrðu stefnumálin kynnt og þá yrði hann sannfærður um að landið færi að rísa og hann vonaðist til að flokkurinn næði einum til tveimur mönnum inn í borgarstjórn.

Spurður hvort til greina kæmi að hans hálfu að mynda bandalag með öðrum flokkum, eins og til dæmis Samfylkingunni, fyrir kosningar segir Björn Ingi svo ekki vera. Ef fyrirframbandalag hefði átt að koma til greina hefði alveg eins verið hægt að halda áfram með Reykjavíkurlistann. Björn segir málefni ráða því hverjir starfi saman að loknum kosningum og hann sé tilbúinn að ræða við hvern sem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×