Innlent

Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði

Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti.

Í átta efstu sætin raðast svo:

1. sæti: Haraldur Þór Ólason með 505 atkvæði í 1. sæti

2. sæti: Valgerður Sigurðardóttir með 453 atkvæði í 1.-2. sæti

3. sæti: Almar Grímsson með 432 atkvæði í 1.-3. sæti.

4. sæti: Rósa Guðbjartsdóttir með 536 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti: María Kristín Gylfadóttir með 512 atkvæði í 1.-5. sæti.

6. sæti: Bergur Ólafsson með 522 atkvæði í 1.-6. sæti.

7. sæti: Skarphéðinn Orri Björnsson með 488 atkvæði í 1.-7. sæti.

8. sæti: Guðrún Jónsdóttir með 525 atkvæði í 1.-8. sæti.

Alls greiddu á bilinu 1800 til 1900 manns atkvæði í prófkjörinu en um 2700 voru á kjörskrá. Búist er við endanlegum úrslitum um klukkan ellefu.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×