Innlent

Fær 500 milljónir á ári hverju

Við undirritun samningsins í dag.
Við undirritun samningsins í dag. MYND/E.Ól

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans.

 

Við þetta tækifæri greindi ráðherra frá þeirri fyrirætlun að í fjárlögum 2006 verði heimildarákvæði um að selja húsnæðið að Laugarnesvegi 91, sem nú hýsir myndlistardeild Listaháskólans, og samið verði við skólann um aðra hentuga lausn á húsnæðismálum hans. Þorgerður Katrín ítrekaði fyrri yfirlýsingu sína um að bygging framtíðarhúsnæðis fyrir Listaháskólann væri forgangsverkefni á sviði háskólamála, og sagðist bíða spennt eftir niðurstöðum starfshóps sem ráðuneytið skipaði um byggingarmál skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×