Innlent

Rúm 50 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri

Ríflega fimmtíu prósent Reykvíkinga vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði annars staðar en í Vatnsmýrinni samkvæmt skoðananakönnun sem Gallup hefur geft fyrir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Tæplega 48 prósent vildu hins vegar hafa flugvöllinn áfram í mýrinni.

55,4 prósent þeirra sem vildu hafa innanlandsflugvöllinn annars staðar en í Vatnsmýrinni nefndu Keflavík sem álitlegan stað, 14 prósent nefndu Löngsker og 11,2 prósent höfuðborgarsvæðið eða í nágrenni Reykjavíkur. Þá nefndu 5,8 prósent Mosfellsbæ og 4,3 prósent Álftanes. Könnunin var gerð á tímabilinu 28. september til 31. október síðastliðinn. Úrtakið var 1200 manns á aldrinum 16 - 75 ára. 682 svöruðu könnuninni, 270 höfnuðu þátttöku og ekki náðist í 248 manns. 58,6 prósent úrtaksins svöruðu því í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×