Innlent

Leikskólagjöld lækka um áramót

Leikskólagjöld fyrir áttastunda dag lækka um fimm þúsund krónur á mánuði í Reykjavík frá næstu áramótum og niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra verður aukin.

Borgarfulltrúar R-listans kynntu breytingarnar á fundi skömmu áður en fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var tekin til seinni umræðu í borgarstjórn í dag.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði að ákveðið hefði verið að flýta því að leikskólinn yrði gjaldfrjáls. Því hefði verið ákveðið að lækka leikskólagjöld um fimm þúsund krónur á mánuði. Almennt leikskólagjald verður þá 23 þúsund krónur í stað 28 þúsund króna og tæpar sautján þúsund krónur krónur í stað 20 þúsund króna hjá fimm ára börnum.

Niðurgreiðslur hjá dagforeldrum hækka um þúsund krónur á hverja klukkustund




Fleiri fréttir

Sjá meira


×