Innlent

Ríkisstjórnin með stefnu gegn landsbyggðinni?

MYND/GVA

Tillaga um að veita fé til Byggðastofnunar var felld á Alþingi fyrir stundu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði það ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að ljúka þingstörfum fyrir jól án þess að bæta eiginfjár stöðu stofnunarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að aðstoða Byggðastofnun ekki til að rétta af fjárhaginn og sagði stjórnina reka stefnu gegn landsbyggðinni. Byggðastofnunarmálið sé einungis eitt dæmi þeirrar stefnu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, svaraði því til að aukin fjárveiting á þessum tímapunkti væri engin lausn því nauðsynlegt væri að finna lausn til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×