Innlent

Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi

MYND/GVA

Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar. Í fyrispurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir spurði þingmaðurinn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hvort ekki komi til dæmis til greina að setja inn í námsskrá skólans að allir kennaranemar fái kennslu í viðbrögðum þegar vakni grunur um að barn sæti kynferðisbeldi. Ráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×