Innlent

Litlar efndir á rúmum átta árum

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. MYND/GVA

Hálfu níunda ári eftir að Alþingi samþykkti að efla bæri rannsóknir og sjómælingar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar er enn ekki búið að veita krónu til verkefnisins.

Þingmenn samþykktu skömmu fyrir þinglok vorið 1997 að efla bæri rannsóknir og sjómælingar við landið með áherslu á landgrunnið frá Reykjaneshryggi að Færeyjahrygg. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, bar tillöguna fram á sínum tíma og hefur nú spurt forsætisráðherra hvernig henni hefur verið fylgt eftir, og kemur þá í ljós að það hefur ekki verið gert að ráði.

Mælingarnar urðu ekki mögulegar fyrr en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til landsins þremur árum eftir samþykktina og þingheimur hefur enn ekki veitt fé til verksins. Áætlað er að það kosti 300 til 400 milljónir króna og þyrfti Árni Friðriksson að vera á sjó 250 til 300 daga til að vinna verkið allt. Hafrannsóknastofnun getur aðeins haldið skipinu úti 102 daga á ári þannig að þó skipið væri ekki notað til annars tæki á þriðja ár að klára rannsóknirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×