Innlent

Borgarstjóri þiggur ekki launahækkun

MYND/Vísir

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík.

Laun borgarstjóra hafa miðast við laun forsætisráðherra, en samkvæmt úrskurðinum áttu launin að hækka um 75.000 kr. á mánuði frá áramótum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofuna, að afstaða hennar til samninga og launamála hafi hingað til verið ljós. Það eigi að einbeita sér að því að minnka launabil í samfélaginu en ekki að auka það. Í ljósi þess sem verið hefur að gerast núna, væri það fremur fréttnæmt ef borgarstjóri tæki þessa launahækkun. Borgarstjóri segist ekki taka afstöðu til ákvörðunar kjaradóms hvað varði hækkun til annarra embættismanna, þetta sé hennar persónulega skoðun á launamálum hennar embættis.Hún segist siðferðislega ekki getað þegið þessa hækkun. Þarna sé um að ræða helming mánaðarlauna leiðbeinanda á leikskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×