Innlent

NSÍ vill frekari friðlýsingu í Þjórsárverum

Frá Þjórsárverum.
Frá Þjórsárverum. MYND/E.Ól

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun umhverfisráðherra um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna norðan Langjökuls og Hofsjökul og skora á ráðherra að halda áfram á sömu braut. Vilja samtökin að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað en þar sé að finna eitt víðáttumesta og fjölbreyttasta gróðursvæði á hálendinu sem hýsi mesta heiðagæsavarp í heimi. Þá benda samtökin á að samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtökin haustið 2004 styðja 2/3 aðspurðra stækkun friðlandsinsí Þjórsárverum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×