Innlent

Vilja að Dagur víki sæti sem borgarfulltrúi

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. MYND/Valgarður

Ungir framsóknarmenn krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki sæti sem borgarfulltrúi, þar sem hann sé ekki lengur óháður frambjóðandi. Hann hafi fengið sæti sitt á silfurfati sem fulltrúi óháðra kjósenda en nú séu forsendur fyrir framboði hans brostnar.

Mattías Imsland , formaður félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður segir eðlilegt að Dagur hætti og Jóna Hrönn Bolladóttir taki við sæti hans.

 

Dagur B Eggertsson segist hafa verið hvattur til að fara í framboð og ekki bara af Samfylkingarmönnum. Hann segist ekki taka þessa kröfu alvarlega enda sé hann hvattur áfram af sínum félögum. Þetta sé bara útspil í prófkjörsbaráttu og aðdraganda kosninga. Hann minnir á að meira en helmingur borgarfulltrúa hafi skipt um flokka, eftir umskiptin á vinstri kanti stjórnmálanna þegar Samfylkingin varð til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×