Hinir frábæru hnefaleikamenn Roy Jones Jr og Bernard Hopkins hafa samþykkt að mætast í hringnum í vor, en þeir félagar börðust síðast árið 1993. Þar hafði Roy Jones betur, en eftir það skildu leiðir og þeir urðu báðir óumdeildir meistarar í sinni þyngd í meira en áratug.
Báðir eru þeir komnir af léttasta skeiði í dag og hafa tapað síðustu bardögum sínum, en þó má ætla að viðureign þessara goðsagna eigi eftir að trekkja vel að áhorfendur þegar að því kemur.