Innlent

Fjögur tilboð í úttekt á Reykjavíkurflugvelli

Fjögur tilboð bárust í rekstrar- og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli að sögn Helga Hallgrímssonar, formanns samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli. Nefndin vinnur að því að samningar náist á milli Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins um skipulag Vatnsmýrarinnar. Gert er ráð fyrir að úttektin taki til margra þátta og skoði sem flesta möguleika á staðsetningu flugvallarins. Tilboðin sem bárust voru frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Línuhönnun, VSÓ-ráðgjöf og ParX viðskiptaráðgjöf verður ákvörðun tekin fljótlega um hvaða tilboði verði tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×