Innlent

Úrskurður Kjaradóms stendur

MYND/Stefán

Úrskurður Kjaradóms um launahækkanir þingmanna, ráðherra og embættismanna frá 19. desember stendur óbreyttur. Þetta er niðurstaðan af fundi Kjaradóms síðla dags en Kjaradómur var kallaður saman að beiðni forsætisráðherra sem vildi að dómurinn færi aftur yfir forsendur úrskurðar síns. Í bréfi Kjaradóms til Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra segir að ákvörðun sína hafi dómurinn tekið að virtum öllum þeim reglum sem honum beri að fara eftir og því sé ekki ástæða til að breyta niðurstöðu dómsins. Ekki hefur náðst í forsætisráðherra til að fá viðbrögð hans við niðurstöðu Kjaradóms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×