Innlent

Forsætisráðherra hafði ekki samráð við stjórnarandstöðu

MYND/Vilhelm

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna vilja að þingið verði kallað saman á morgun eða hinn, til að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Formenn flokkanna segja rangt að forsætisráðherra hafi haft samráð við formenn þingflokkanna áður en hann ákvað að biðja formann Kjaradóms að endurskoða úrskurð sinn frá nítjánda desember.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna komu saman í dag til að ræða þá ákvörðun Kjaradóms og viðbrögð forsætisráðherra að skipa nefnd. Fulltrúar allra flokka eiga að tilnefna fulltrúa til að fara yfir það kerfi sem ákvarðar laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna.

Formenn beggja flokkanna kalla aðgerðina ýmist klúður eða hringl og segja niðurstöðu kjaradóms ekki koma ekki á óvart. Formenn beggja flokkanna fullyrtu ennfremur eftir fundina að ekki hefði verið haft samráð við þá áður en tekin var sú ákvörðun að biðja kjaradóm að endurskoða úrskurðinn eins og ráðherrann sagði í gær.

Formennirnir segja að Forsætisráðherra hafi eingöngu látið formenn þinglfokkanna vita af ákvörðun sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×