160 milljarðar í árshagnað 8. janúar 2006 00:20 Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums - Burðaráss. Straumsmönnum er spáð mestum hagnaði á fjórða ársfjórðungi eða yfir þrettán milljörðum samkvæmt spám Íslandsbanka og Landsbankans. Gengishagnaður leikur stórt hlutverk í uppgjöri félaganna. Því er spáð að hagnaður fimmtán helstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fyrir allt árið 2005 verði yfir 160 milljarðar króna, þar af um 59 milljarðar á síðasta árshluta. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans birtu fyrir helgi afkomuspár sínar. Bankarnir gera ráð fyrir að keppinautarnir í KB banka skili bestri niðurstöðu eða nærri 47 milljarða króna hagnaði. Því er spáð að Straumur - Burðarás hagnist um 27 milljarða, Landsbankinn um 25 milljarða og Íslandsbanki um 23 milljarða króna. FL Group kemur svo í fimmta sæti með sautján milljarða króna hagnað á árinu 2005 en búist er við mjög góðum tölum frá félaginu á fjórða ársfjórðungi. Fjórföldun á fjórða ársfjórðungiÞegar einvörðungu er litið til síðasta ársfjórðungs nýliðins árs er ljóst að hagnaður fyrirtækjanna jókst gríðarlega samanborið við sama tímabil í fyrra. Í afkomuspám bankanna kemur fram að gengishagnaður sé meginástæðan fyrir þessum umskiptum en hann hefur aldrei verið meiri en á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn spáir því til dæmis að afkoma Kauphallarfélaga verði fjórfalt meiri á fjórða ársfjórðungi 2005 en á sama tíma í fyrra og gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra verði tæpir 54 milljarðar króna en var til samanburðar rúmir þrettán milljarðar á sama tíma árið 2004. Íslandsbanki spáir lægri hagnaði eða um 49 milljörðum á fjórða ársfjórðungi en töluverður munur er á spám bankanna til uppgjörs Straums. Niðurstaðan er sú að hagnaður fyrirtækjanna verður um 59 milljarðar að meðtaldri afkomu Íslandsbanka og Landsbankans sem spá auðvitað ekki fyrir um eigin afkomu. Straumur í fyrsta sætiÞað kemur kannski á óvart að hagnaður Straums - Burðaráss verður meiri en hagnaður KB banka á fjórða ársfjórðungi gangi spárnar eftir. Afkoma Straums - Burðaráss var aðeins 127 milljónir á lokahluta ársins 2004 en verður nú um 13,3 milljarðar króna samkvæmt spám bankanna. KB banki heldur áfram að mala gull og skilar um 11,9 milljörðum í hagnað samkvæmt spánum en 46,7 milljörðum fyrir árið í heild. Þá býst greiningardeild Landsbankans við um 7,2 milljarða hagnaði Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi og 22,8 milljörðum á öllu nýliðnu ári. Íslandsbanki gerir hins vegar ráð fyrir að Landsbankinn hagnist um átta og hálfan milljarð á fjórða ársfjórðungi og ársafkoman verði jákvæð um 25 milljarða. Hagnaður hjá fyrirtækjum í framleiðslu, þjónustu og iðnaði verður töluvert minni en hagnaður fjármálafyrirtækjanna. Þannig hljóðar meðaltalsspá bankanna tveggja að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 15,7 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn reiknar með að hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, sem er meira en sjö milljarða aukning á milli ára. Það að hagnaður eftir skatta er hærri en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir skýrist af gríðarlegum gengishagnaði FL Group á eignarhlut sínum í easyJet á síðasta ársfjórðungi. Bjart framundanGreining Íslandsbanka er bjartsýn á árið 2006. Þannig býst bankinn við að Úrvalsvísitalan hækki um 20 prósent en þess má geta að á fyrstu dögum ársins hefur hún hækkað um tæp sex prósent. "Enn er góður gangur í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækjanna eru almennt séð góðar. Útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna mun áfram spila stórt hlutverk á markaðnum," segir í skýrslu bankans. Fjárfestingarráðgjöf bankans breytist að því leyti að mælt er með yfirvogun Landsbankans og FL Group sem þýðir það að þessi tvö félög muni skila betri ávöxtun en markaðurinn á næstu 3-6 mánuðum. Actavis færist í markaðsvogun en Össur í undirvogun. Landsbankinn gerir ráð fyrir minni hækkunum hlutabréfaverðs og áætlar að hlutabréf hækki að meðaltali um tólf prósent, sem er ávöxtunarkrafa bankans til markaðarins. Þar sem Úrvalsvísitalan hækkar mun minna í ár en undangengin þrjú ár er ljóst að hagnaður fjármálafyrirtækja mun dragast nokkuð saman á árinu 2006. eggert@frettabladid.is Afkoma félaga í Kauphöll Íslands* (upphæðir í milljónum króna) ÁrsafkomaFjórði ársfjórðungurActavis5.3351.855Bakkavör3.3431.021Dagsbrún788237FL Group17.24610.673HB Grandi757-177Icelandic Group2850Íslandsbanki22.7817.194KB banki46.67211.923Kögun636201Landsbanki24.7078.501Marel508111Mosaic Fashions1.455533SÍF968979Straumur27.32413.261Tryggingamiðstöðin7.9832.596Össur866315Alls161.39759.273 * Meðaltalsspá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Því er spáð að hagnaður fimmtán helstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fyrir allt árið 2005 verði yfir 160 milljarðar króna, þar af um 59 milljarðar á síðasta árshluta. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans birtu fyrir helgi afkomuspár sínar. Bankarnir gera ráð fyrir að keppinautarnir í KB banka skili bestri niðurstöðu eða nærri 47 milljarða króna hagnaði. Því er spáð að Straumur - Burðarás hagnist um 27 milljarða, Landsbankinn um 25 milljarða og Íslandsbanki um 23 milljarða króna. FL Group kemur svo í fimmta sæti með sautján milljarða króna hagnað á árinu 2005 en búist er við mjög góðum tölum frá félaginu á fjórða ársfjórðungi. Fjórföldun á fjórða ársfjórðungiÞegar einvörðungu er litið til síðasta ársfjórðungs nýliðins árs er ljóst að hagnaður fyrirtækjanna jókst gríðarlega samanborið við sama tímabil í fyrra. Í afkomuspám bankanna kemur fram að gengishagnaður sé meginástæðan fyrir þessum umskiptum en hann hefur aldrei verið meiri en á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn spáir því til dæmis að afkoma Kauphallarfélaga verði fjórfalt meiri á fjórða ársfjórðungi 2005 en á sama tíma í fyrra og gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra verði tæpir 54 milljarðar króna en var til samanburðar rúmir þrettán milljarðar á sama tíma árið 2004. Íslandsbanki spáir lægri hagnaði eða um 49 milljörðum á fjórða ársfjórðungi en töluverður munur er á spám bankanna til uppgjörs Straums. Niðurstaðan er sú að hagnaður fyrirtækjanna verður um 59 milljarðar að meðtaldri afkomu Íslandsbanka og Landsbankans sem spá auðvitað ekki fyrir um eigin afkomu. Straumur í fyrsta sætiÞað kemur kannski á óvart að hagnaður Straums - Burðaráss verður meiri en hagnaður KB banka á fjórða ársfjórðungi gangi spárnar eftir. Afkoma Straums - Burðaráss var aðeins 127 milljónir á lokahluta ársins 2004 en verður nú um 13,3 milljarðar króna samkvæmt spám bankanna. KB banki heldur áfram að mala gull og skilar um 11,9 milljörðum í hagnað samkvæmt spánum en 46,7 milljörðum fyrir árið í heild. Þá býst greiningardeild Landsbankans við um 7,2 milljarða hagnaði Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi og 22,8 milljörðum á öllu nýliðnu ári. Íslandsbanki gerir hins vegar ráð fyrir að Landsbankinn hagnist um átta og hálfan milljarð á fjórða ársfjórðungi og ársafkoman verði jákvæð um 25 milljarða. Hagnaður hjá fyrirtækjum í framleiðslu, þjónustu og iðnaði verður töluvert minni en hagnaður fjármálafyrirtækjanna. Þannig hljóðar meðaltalsspá bankanna tveggja að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 15,7 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn reiknar með að hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, sem er meira en sjö milljarða aukning á milli ára. Það að hagnaður eftir skatta er hærri en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir skýrist af gríðarlegum gengishagnaði FL Group á eignarhlut sínum í easyJet á síðasta ársfjórðungi. Bjart framundanGreining Íslandsbanka er bjartsýn á árið 2006. Þannig býst bankinn við að Úrvalsvísitalan hækki um 20 prósent en þess má geta að á fyrstu dögum ársins hefur hún hækkað um tæp sex prósent. "Enn er góður gangur í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækjanna eru almennt séð góðar. Útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna mun áfram spila stórt hlutverk á markaðnum," segir í skýrslu bankans. Fjárfestingarráðgjöf bankans breytist að því leyti að mælt er með yfirvogun Landsbankans og FL Group sem þýðir það að þessi tvö félög muni skila betri ávöxtun en markaðurinn á næstu 3-6 mánuðum. Actavis færist í markaðsvogun en Össur í undirvogun. Landsbankinn gerir ráð fyrir minni hækkunum hlutabréfaverðs og áætlar að hlutabréf hækki að meðaltali um tólf prósent, sem er ávöxtunarkrafa bankans til markaðarins. Þar sem Úrvalsvísitalan hækkar mun minna í ár en undangengin þrjú ár er ljóst að hagnaður fjármálafyrirtækja mun dragast nokkuð saman á árinu 2006. eggert@frettabladid.is Afkoma félaga í Kauphöll Íslands* (upphæðir í milljónum króna) ÁrsafkomaFjórði ársfjórðungurActavis5.3351.855Bakkavör3.3431.021Dagsbrún788237FL Group17.24610.673HB Grandi757-177Icelandic Group2850Íslandsbanki22.7817.194KB banki46.67211.923Kögun636201Landsbanki24.7078.501Marel508111Mosaic Fashions1.455533SÍF968979Straumur27.32413.261Tryggingamiðstöðin7.9832.596Össur866315Alls161.39759.273 * Meðaltalsspá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans
Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent