Horfur á frekari vaxtahækkunum í Evrópu 8. mars 2006 09:24 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum. Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira