Viðskipti innlent

TM íhugar að skrá sig úr Kauphöll

Íhuga afskráningu. TM uppfyllir ekki skilyrði um dreifða eignaraðild. Félagið hefur fjárfest í tveimur norrænum tryggingafélögum.
Íhuga afskráningu. TM uppfyllir ekki skilyrði um dreifða eignaraðild. Félagið hefur fjárfest í tveimur norrænum tryggingafélögum.

Í máli Gunnlaugs Sævars Gunn­laugssonar, stjórnarformanns TM, á aðalfundi félagsins kom fram að taka þyrfti ákvarðanir um hvort það ætti að vera áfram skráð í Kauphöllina. Félagið uppfyllir ekki skilyrði um dreifða eignaraðild.

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir að hugur stjórnenda standi fremur til þess að það verði áfram á hlutabréfamarkaði þótt ekkert hafi verið ákveðið.

TM hefur fjárfest í tveimur norrænum tryggingafélögum upp á síðkastið. Annars vegar á fyrirtækið 4,5 prósenta hlut í Invik í Svíþjóð og hins vegar tæplega tíu prósenta hlut í norska tryggingafélaginu NEMI sem sérhæfir sig í þjónustu við útveginn, olíugeirann og vatnaflsvirkjanir. "Þetta er í samræmi við stefnu okkar að dreifa fjárfestingum okkar víðar og koma að rekstri sem við höfum þekkingu og reynslu á," segir Óskar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×