Grunur verður tilkynningaskyldur 22. mars 2006 00:01 Í nýju frumvarpi til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni er gert ráð fyrir stóraukinni upplýsingaskyldu þeirra sem taka við peningum sem greiðslu, leiki vafi á persónuupplýsingum þess sem leggur fram peningana, eða ef uppi er grunur um peningaþvætti eða tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Skal þá lögreglu gert viðvart og hún rannsaki málið. Verði frumvarpið að lögum er með því tekin upp og heimfærð tilskipun Evrópusambandsins um sömu mál. Samkvæmt frumvarpinu og Evróputilskipuninni er hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum, eða sem nemur 125 til 130 þúsund krónum, vegna sölu eða þjónustu skylt að kanna áreiðanleika þess sem hann á viðskipti við. Þannig skal krefja viðkomandi um gild persónuskilríki eða ef um fyrirtæki er að ræða, vottorð úr fyrirtækjaskrá, og varðveita ljósrit af skjölunum í að minnsta kosti fimm ár frá því að viðskiptunum lýkur. Meðal annarra tilkynningaskyldra aðila sem samkvæmt frumvarpinu eiga að krefja viðskiptamenn sína um slíkar upplýsingar eru fjármálafyrirtæki, líftryggingafélög og tryggingasjóðir, vátryggingamiðlarar, endurskoðendur og lögfræðingar. Nokkur umræða hefur verið í lögfræðingastétt hvernig fari saman upplýsingagjöf vegna grunsamlegra viðskipta og trúnaðarskylda þeirra við umbjóðendur sína. Samkvæmt frumvarpinu eru lögmenn hins vegar bara tilkynningaskyldir þegar þeir koma fram fyrir umbjóðendur sína í fjármála- eða fasteignaviðskiptum, eða þegar þeir aðstoða við framkvæmd eða skipulagningu kaupa eða sölu, eða sjá um umsýslu peninga fyrir þá. Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa séð sér fært að gefa fjármálaráðuneytinu álit sitt á frumvarpsdrögum sem það fékk sent vegna þess hve knappur tími var gefinn til þess. En við tjáum okkur um frumvarpið þegar það fer fyrir þingið. Þá tekur laganefnd félagsins það til umfjöllunar. Ingimar segir frumvarpið í takt við hertar aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi annars staðar í heiminum. Hann taldi varla að frumvarpið bryti í bága við trúnaðarskyldu lögmanna, enda yrði væntanlega að vera til staðar rökstuddur grunur um brot auk óvissu um uppruna peninga áður en til tilkynningaskyldu kæmi. Svo er það nú þegar þannig samkvæmt siðareglum lögmanna að þeir mega ekki vinna fyrir einhvern sem þeir vita ekki hver er. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Í nýju frumvarpi til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni er gert ráð fyrir stóraukinni upplýsingaskyldu þeirra sem taka við peningum sem greiðslu, leiki vafi á persónuupplýsingum þess sem leggur fram peningana, eða ef uppi er grunur um peningaþvætti eða tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Skal þá lögreglu gert viðvart og hún rannsaki málið. Verði frumvarpið að lögum er með því tekin upp og heimfærð tilskipun Evrópusambandsins um sömu mál. Samkvæmt frumvarpinu og Evróputilskipuninni er hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum, eða sem nemur 125 til 130 þúsund krónum, vegna sölu eða þjónustu skylt að kanna áreiðanleika þess sem hann á viðskipti við. Þannig skal krefja viðkomandi um gild persónuskilríki eða ef um fyrirtæki er að ræða, vottorð úr fyrirtækjaskrá, og varðveita ljósrit af skjölunum í að minnsta kosti fimm ár frá því að viðskiptunum lýkur. Meðal annarra tilkynningaskyldra aðila sem samkvæmt frumvarpinu eiga að krefja viðskiptamenn sína um slíkar upplýsingar eru fjármálafyrirtæki, líftryggingafélög og tryggingasjóðir, vátryggingamiðlarar, endurskoðendur og lögfræðingar. Nokkur umræða hefur verið í lögfræðingastétt hvernig fari saman upplýsingagjöf vegna grunsamlegra viðskipta og trúnaðarskylda þeirra við umbjóðendur sína. Samkvæmt frumvarpinu eru lögmenn hins vegar bara tilkynningaskyldir þegar þeir koma fram fyrir umbjóðendur sína í fjármála- eða fasteignaviðskiptum, eða þegar þeir aðstoða við framkvæmd eða skipulagningu kaupa eða sölu, eða sjá um umsýslu peninga fyrir þá. Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa séð sér fært að gefa fjármálaráðuneytinu álit sitt á frumvarpsdrögum sem það fékk sent vegna þess hve knappur tími var gefinn til þess. En við tjáum okkur um frumvarpið þegar það fer fyrir þingið. Þá tekur laganefnd félagsins það til umfjöllunar. Ingimar segir frumvarpið í takt við hertar aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi annars staðar í heiminum. Hann taldi varla að frumvarpið bryti í bága við trúnaðarskyldu lögmanna, enda yrði væntanlega að vera til staðar rökstuddur grunur um brot auk óvissu um uppruna peninga áður en til tilkynningaskyldu kæmi. Svo er það nú þegar þannig samkvæmt siðareglum lögmanna að þeir mega ekki vinna fyrir einhvern sem þeir vita ekki hver er.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira