Ósammála um hækkunarþörf 29. mars 2006 00:01 Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu. Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira