Áfram rætt um saming 13. júní 2006 07:00 Frá Palestínska þinginu Palestínskur þingmaður fórnar höndum í þingsal í gær. Þingið samþykkti að halda áfram að ræða við Mahmoud Abbas forseta um Fangaskjalið svokallaða, sem leggur til að Palestínumenn stofni sjálfstætt ríki við hlið Ísraels. MYND/ap Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO. Erlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Hamas-leidd heimastjórn Palestínu ákvað í gær að seinka kosningu í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað um síðustu helgi að haldin yrði í júlí. Í stað þess ætla þingmenn að eyða meiri tíma í viðræður um málið við Abbas. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um hvort Palestínumenn skuli stofna sjálfstætt ríki við hlið Ísraels og byggist á svokölluðu Fangaskjali sem þingmenn Fatah og Hamas, sem sitja í ísraelskum fangelsum, hafa samið. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar eru mótfallnir orðalagi skjalsins, því það viðurkennir óbeint tilverurétt Ísraels, og hafa þingmenn hreyfingarinnar hótað að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan nái fram að ganga. Verði tillagan samþykkt, munu landamæri Palestínu færast aftur til þeirra sem voru í gildi fram að stríðinu seint á sjöunda áratugnum, þegar Ísraelar hernumu mikil landsvæði og hröktu Palestínumenn burt af þeim. Ehmud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið Palestínumönnum fram til ársloka á næsta ári til að samþykkja friðarsamning, ella muni Ísraelar draga endanleg landamæri milli Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010, hvort sem Palestínumenn samþykki þau eður ei. Það setur því enn frekari pressu á Palestínumenn að ná einingu um landamæradeiluna sem fyrst, því ella verður staða þeirra mun veikari í baráttunni um hernumdu svæðin. Í heimsókn til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, sagðist Olmert vilja gera allt sem hægt væri til að semja frið við Palestínu, en tók jafnframt fram að Ísrael væri enn sem fyrr tilbúið til að draga landamæralínurnar einhliða. Blair sagði alþjóðasamfélagið einhuga í þörfinni á friðarsamkomulagi milli Ísraels og Palestínu, og lofaði Olmert stuðningi í þeirri umleitan. Á þeim rúma mánuði síðan Olmert var kosinn til valda, hefur hann ferðast til Bandaríkjanna, Egyptalands og Jórdaníu í leit að frekari stuðningi í þeim málum. Palestínumenn eru rúmar níu milljónir talsins. Þar af eru allt að 6,5 milljónir þeirra flóttamenn, samkvæmt Frelsissamtökum Palestínu, PLO.
Erlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“