Dönsuðu af fögnuði 27. júní 2006 05:00 Dansað í Dili Fólk safnaðist saman á götum í Austur-Tímor í gær og dansaði til að fagna afsögn forsætisráðherrans. Margir höfðu málað sig hvíta í tilefni dagsins. MYND/AP Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum. Erlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum.
Erlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira