Í kapphlaup um gjafmildi 28. júní 2006 05:00 Bill Gates, eiginkona hans Melinda Gates, og Warren Buffett Þau skýrðu sameiginlega frá rausnarlegri gjöf Buffets til líknarstofnunar Gates-hjónanna á blaðamannafundi um helgina. MYND/AP Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum. Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum.
Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira