Forsætis- og utanríkisráðuneyti Íslands hafa sent indverskum stjórnvöldum samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbai í fyrradag.
Geir H. Haarde forsætisráðherra sendi forsætisráðherra Indlands, dr. Manmohan Singh, kveðjur og Valgerður Sverrisdóttir sendi sama manni, sem einnig gegnir stöðu utanríkisráðherra, sína kveðju.
Í bréfi sínu fordæmir Valgerður árásirnar og ítrekar stuðning íslenskra stjórnvalda við baráttuna gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi.