Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist 13. júlí 2006 07:30 Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með tillögur nefndarinnar þótt enginn sé óánægður. Skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði er efins um að þær hafi mikil áhrif á starfsnám. MYND/úr safni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum. Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum.
Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira