Sagðist nota etanól í bakstra við bakverk 13. júlí 2006 07:00 Fyrir dómara. Litháinn sem handtekinn var í Leifsstöð 4. febrúar kom fyrir dómara í héraðsdómi í gær. MYND/Stefán Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök. Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök.
Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira