Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni 14. júlí 2006 07:15 Guðni Ágústsson Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann. Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann.
Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira