Fresta verkefnum upp á 656 milljónir 14. júlí 2006 07:30 Frá Reykjanesbæ. Þremur kostnaðarsömum framkvæmdum verður frestað um átta mánuði til að stemma stigu við þenslu í samfélaginu. Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn. Innlent Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn.
Innlent Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?